• Framdagar 2011_1

Frábært andrúmsloft á Framadögum 2011

14.2.2011

Framadagar heppnuðust ótrúlega vel og er fjöldinn sem sótt dagana í ár sá mesti í sögu þessarar hátíðar.

Vel yfir 2000 eru talin hafi sótt sýninguna í Háskólabíói og var mikil umferð um bás Matís enda hann einstaklega vel staðsettur. Mikill fjöldi nema hafði áhuga á að vita meira um Matís og í kjölfarið hefur umsóknum um sumarstarf og framtíðarstarf beinlínis rignt inn til mannauðsstjóra Matís.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Framadögum 2011.

Framdagar 2011_2  Framdagar 2011_3  Framdagar 2011_4


Fréttir