• Framadagar

Matís á Framadögum háskólanna

7.2.2011

Framadagar 2011 verða haldnir nk. miðvikudag, 9. febrúar í húsakynnum Háskólabíós.

Eins og áður má gera ráð fyrir mikilli þátttöku meðal nemenda þetta árið. Eru Framadagar því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná til framtíðar starfskrafta þjóðarinnar með því að kynna sig og sína starfsemi og ná þannig fram ákveðnu forskoti á samkeppnisaðila í kappinu um hæfasta starfsfólkið.

Að venju verður Matís með stóran bás og mun kynna starfsemi sína allan daginn. Framadagabækling 2011 má finna á heimasíðu Framadaga, www.framadagar.is, en þar eru nokkrar skemmtilegar auglýsingar frá Matís.

Nánari upplýsingar má fá á www.framadagar.is og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, jon.h.arnarson@matis.is eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.


Fréttir