• Fundur í LCA verkefninu

Vistferilgreining í fiskiðnaði á Rf

22.3.2002

Í dag lýkur tveggja daga námsstefnu um s.k. vistferilgreiningu í sjávarútvegi og fiskiðnaði á Rf. Þátttakendur, sem koma víða að, munu flytja fyrirlestra og skiptast á skoðunum og upplýsingum sem snerta sjávarútveg og umhverfismál.

Rf er þátttakandi í ýmsum verkefnum sem lúta að umhverfismálum. Eitt þeirra er norrænt verkefni sem kallast LCA (Life Cycle Assessment) in the fishing industry. LCA er aðferðafræði sem er notuð víða um heim í dag til þess að meta heildarumhverfisáhrif og er nú hluti af ISO 14000 seríunni. Í verkefninu verða alls haldnir 3 vinnufundir, þ.e. einn á ári, og er það vettvangur vísindamanna til þess að samræma og miðla rannsóknaniðurstöðum.

Fyrsti fundurinn var haldinn í Gautaborg í fyrra og er fundurinn nú því annar af þremur slíkum. Reyndar má segja að verkefninu hafi formlega verið hleypt af stokkunum á ráðstefnu í Reykjavík í maí 2000.

Sjávarútvegur og fiskiðnaður er með talsvert ólíku sniði á Norðulöndunum. Norðmenn eru t.a.m. mjög framalega á sviði fiskeldis, Íslendingar í útgerð frystiskipa, Svíar og Danir þekkja vel til útgerðar smærri skipa og eru framarlega á sviði umhverfismála. Verkefnið veitir þannig kjörið tækifæri fyrir fulltrúana til miðla af reynslu sinni og sérþekkingu.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita Eva Yngvadóttir og Helga R. Eyjólfsdóttir


Fréttir