Ráðstefna um gæði fisks, merkingar og rekjanleika

20.3.2002

Ráðstefna um góða framleiðsluhætti (GMP) í fiskiðnaði og um borð í fiskiskipum og á fiskmörkuðum verður haldin í Flórens á Ítalíu dagana 15.-17. apríl n.k. Ráðstefnan er lokafundur í tveimur ESB- verkefnum um gæðamerkingar fisks og aðferðir til að meta ferskleika og gæði sem Rf er þátttakandi í.

Á ráðstefnunni verða m.a fyrirlestrar um gæðaflokkun um borð í skipum og á fiskmörkuðum. Ennfremur verður fjallað um gæðamerkingar á fiski, mismunandi gæðastaðla fyrir sjávarfang og þarfir iðnaðarins.

Viðhorf neytenda til heilnæmis og öryggis sjávarafurða verða einnig á dagskrá ráðstefnunnar í Flórens og kynning á fljótvirkum aðferðum við gæðamat á fiski.

Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á þessum málefnum. Áhugasamir eru hvattir til að skrá þátttöku sína sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur á Rf.

Hér er hægt að smella til að skoða dagskrá ráðstefnunnar og til að skrá þátttöku.

Verkefni 1418: Margþátta skynjaratækni
Verkefni 1416: Gæðamerkingar á fiski


Fréttir