Fundur á Rf um þróun nýrrar tegundar beitu
Vinnu við verkefnið "Þróun á nýrri tegund beitu til línuveiða," sem Rf vinnur að ásamt fleiri aðilum, miðar vel áfram. Í gær var fundur á Rf þar sem þeir aðilar, sem að verkefninu koma, báru saman bækur sínar.
Verkefnið er svo kallað CRAFT-verkefni, en svo nefnast sérstök verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem rannsóknastofnanir og háskólar í Evrópu leggja litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME´s) lið við tiltekna þróunarvinnu.
Auk Rf og Dímon ehf. standa háskóli og rannsóknastofnun á Spáni að verkefninu og ennfremur eitt spænskt og tvö portúgölsk fyrirtæki. Verkefnistjóri á Rf er Soffía Vala Tryggvadóttir, matvæla- og fiskalíffræðingur en verkefnisstjóri fyrir hönd Dímons er Sveinbjörn Jónsson.
Hér er um að ræða tveggja ára verkefni og er eitt ár að baki. Að sögn Soffíu hefur talsverður árangur náðst á fyrsta ári verkefnisins, sérstaklega hvað varðar þekkingu á þeim þáttum sem skipta máli við val á hráefni.
Verkefnið "Þróun beitu til línuveiða."