Ítalskir neytendur ekki ginnkeyptir fyrir nýjungum

7.3.2002

Niðurstöður könnunar, sem birt var á Ítalíu í dag, sýnir að þar í landi eru menn ekki ýkja hrifnir af erfðabreyttum matvælum. Flestir sögðust ekki myndu kaupa matvæli sem innihéldu slík efni, hvort sem þau brögðuðust betur eða væru ódýrari.

Ítalir eru stærstu framleiðendur lífrænt ræktaðra matvæla í Evrópu um þessar mundir og virðast jafnframt minna uppnæmir fyrir nýjungum í líftækni, s.s. erfðabreyttum matvælum, en flestar aðrar þjóðir álfunnar.

Könnunin leiðir þó í ljós að Ítalir eru ekki alveg fráhverfir líftækninni, t.d. á sviði læknisfræðinnar. Heilbrigðisráðherra landsins,Girolamo Sirchia, sakar landa sína um fordóma, en 38% aðspurðra í könnuninni vilja banna alla notkun erfðabættra tegunda í matvælum, jafnvel eftir að öll hugsanlega áhrif, góð eða slæm, hafi verið rannsökuð. Þá vildu 95% þeirra sem þátt tóku í könnuninni að matvæli, sem innihalda erfðabreyttar tegundir, verði sérmerktar.


Fréttir