Upplýsingasíða um meltingarflóru

28.2.2002

Flestir vita að í þörmum fólks dafnar fjölskrúðugt líf ýmissa nytsamra gerla sem hafa bætandi áhrif á heilsu þess. Nýlega var opnuð vefsíða á vegum ESB þar sem safnað hefur verið saman upplýsingum um ýmsar rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði

Gerlar (bakteríur) hafa lifa á jörðinni í milljónir ára, en voru þó ekki uppgötvaðir fyrr en á 17. öld. Flestir hafa illan bifur á þessum lífverum þar sem margar þeirra valda sjúkdómum (sýklar) og spilla matvælum. En ýmsir gerlar eru þó skaðalausir fólki og eru m.a.s. heilsubætandi.

Talið er að í líkama fólks sé að finna allt að 100 billjón gerla, (100.000.000.000.000). Þá er að finna m.a. á húð, í munni, nefi og síðast en ekki síst í þörmunum, þar sem um 400 mismunandi tegundir gerla mynda það sem kallað er þarma- eða meltingarflóra. Þar gegna þeir mikilvægu hlutverki, m.a. við að hindra skaðlega gerla í að ná bólfestu, aðstoða við meltinguna o.fl. o.fl. Má þar t.d. nefna a-gerla (lactobacillus acidophilus) og b-gerla (bifidobacterium bifidum) sem t.d. er að finna í ýmsum mjólkurvörum.

Á áðurnefndri vefsíðu er að finna upplýsingar um rannsóknir á áhrifum meltingarflóru á heilsufar og ónæmiskerfi, eins og áður segir.
Slóðin er: http://H0.web.u-psud.fr/microfun/index.html


Fréttir