• MI-005283

Opið er fyrir umsóknir vegna sumarstarfa hjá Matís

13.5.2010

Matís lætur ekki sitt eftir liggja til þess að koma til móts við nemendur og aðra þá sem eru án atvinnu nú í sumar.

Matís býður upp á fjölbreytt úrval af áhugaverðum rannsóknatengdum sumarstörfum og eru námsmenn í tengdum greinum hvattir til að senda inn starfsumsókn.

Umsóknir sendist til atvinna@matis.is. Þeir sem hafa nú þegar sótt um sumarstörf hjá Matís fyrir sumarið 2010 þurfa ekki að sækja um á nýjan leik.

Hér má sjá lista yfir þau rannsóknarverkefni sem eru í boði.

Hjá Matís starfa um 100 manns á 8 stöðum vítt og breitt um landið. Nánari upplýsingar um áherslur Matís má finna hér.


Fréttir