• Rest_Noma

NOMA útnefnt besta veitingahús í heimi - Framkvæmdastjórinn á leið til landsins

27.4.2010

Peter Kreiner frá NOMA veitingahúsinu í Kaupmannahöfn er á leið til landsins til þess að vera viðstaddur og halda erindi á ráðstefnu sem Matís og fleiri standa fyrir 20. og 21. maí nk.

Peter mun tala um hvernig hægt sé að koma norrænum gildum í matargerðarlist á framfæri. Noma hefur það að markmiði að bjóða upp á persónulega nálgun á norrænni sælkera matargerð, þar sem hefðbundnar aðferðir við matreiðslu, norræn hráefni svo og sameiginleg matarhefð og arfleifð okkar er tengd nýrri og frumlegri matargerðarlist.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Frétt um viðurkenningu NOMA má finna hér.

Heimasíða NOMA: www.noma.dk


Fréttir