Sá guli hefur margvísleg áhrif

21.8.2003

Í niðurstöðum nýlegrar vistferilgreiningar á þeim umhverfisáhrifum sem framleiðsla á hefðbundnum þorskafurðum hefur, kemur m.a. í ljós að fullvinnsluskip losar um 1,7 kg af gróðurhúsalofttegundinni CO2 við það að veiða 1 kg af þorski

Olíunotkun við veiðar hefur langmest umhverfisáhrif við framleiðslu á þorskafurðum.
Að veiðunum sjálfum frátöldum hefur flutningar vörunnar á erlendan markað hvað mest áhrif á umhverfið en þó hverfandi samanborið við veiðarnar sjálfar

Þetta kom fram á fundi í Kornhlöðunni í dag, þar sem áðurnefnd rannsókn og skýrslan Vistferilgreining þorskafurða, voru kynntar. Það er Rf, Iðntæknistofnun og fleiri aðilar sem að rannsókninni stóðu. Það kom m.a. fram í kynningu á niðurstöðum að það þarf um 0,6 lítra af olíu til að veiða hvert kg af þorski, og það þýðir að u.þ.b. 1,7 kg af CO2 er losað út í umhverfið.

Vistferilgreining er tiltölulega ný aðferðarfræði sem farið er að nota til að skoða heildarumhverfisáhrif tiltekinnar vöru. Þessi rannsókn er í hópi fyrstu slíkra greininga sem gerðar hafa verið á sjávarfangi og var eitt af markmiðum verkefnisins einmitt að meta hvernig vistferilgreining hentar til að meta umhverfisáhrif sjávarfangs.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita:

Eva Yngvadóttir
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
eva@rf.is
Sími: 530 8600

Halla Jónsdóttir
Iðntæknistofnun
hallaj@itiis
Sími: 570 7148Fréttir