Umhverfisáhrif þorsks könnuð

19.8.2003

Hvaða áhrif hefur það á umhverfið að veiða, vinna, geyma, flytja og loks matreiða þorsk sem veiddur er á Íslandsmiðum? Þetta er á meðal þess sem kannað var í nýlegri rannsókn og kynnt verður á fundi í Kornhlöðunni kl. 12:15 á fimmtudag

Í fyrrgreindri rannsókn sem gerð var m.a. í samvinnu Rf, Iðntæknistofnunar (ITI) og fleiri aðila, var s.k. vistferilgreiningu beitt til að meta heildarumhverfisáhrif við veiðar á þorski.

Vistferilgreining (Life cycle analysis) er tiltölulega ung aðferðarfræði, sem er sífellt meira notuð til að kanna heildarumhverfisáhrif tiltekinnar vöru, "frá vöggu til grafar."

Á fundinum í Kornhlöðunni í hádeginu á fimmtudag mun rannsóknin og skýrslan "Vistferilgreining þorskafurða" verða kynnt. Á meðal þeirra sem flytja munu stutt erindi eru Hallgrímur Jónasson, forstjóri ITI, Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, Eva Yngvadóttir efnaverkfræðingur og Halla Jónsdóttir fisksjúkdómafræðingur.

Skráning á fundinn er í síma 570 7100 eða í netfangið alda@iti.is. Á fundinum verður boðið upp á léttan hádegisverð sem kostar kr. 980.


Fréttir