Þýskir fjölmiðlar á Rf

7.5.2003

Þrír þýskir fréttamenn heimsóttu Rf gær og héldu e.k. óformlegan fréttamannafund með sérfræðingum stofnunarinnar. Á fundinum fengu þeir þýsku margvíslegar upplýsingar um atriði er tengjast íslensku sjávarfangi og afurðum úr því og vakti margt athygli þeirra.

Þjóðverjarnir, sem allir eru staðsettir í Stokkhólmi og sjá um fréttaflutning frá Norðurlöndum fyrir sína miðla, en þeir eru þýskaríkisútvarpið NRD, Handelsblatt og Süddeutsche Zeitung.

Eins og flestir vita eru Þjóðverjar líklega sú þjóð sem hvað mest lætur sig umhverfismál varða og er t.a.m. flokkur umhverfisverndarsinna þar við stjórn ásamt Jafnaðarmönnum. Kom því ekki á óvart að mengun, einkum hafsins og þeirra lífvera sem þar þrífast, var þýska fréttafólkinu ofarlega í huga.

Var ánægjulegt að geta fullvissað þá með niðurstöðum úr vísindalegum rannsóknum að fiskur af íslenskm miðum er á meðal þess ómengaðasta sem völ er á, sér í lagi ef borinn er saman við fisk úr Norðursjó og Eystrasalti.

Annað sem vakti mikla athygli gestanna var lýsið, einkum það að sannað þætti að það sé ekki einungis hollt fyrir hjarta og æðakerfi heldur ekki síður fyrir heilastafsemina.


Fréttir