• Logo Matís

Helmingur bæjarbúa á námskeiði!

11.1.2010

Fyrir stuttu hélt Matís námskeið á Suðureyri fyrir fiskvinnsluna Íslandssögu og Klofning. Námskeiðið fór fram á 4 tungumálum og voru um 120 þátttakendur sem er hátt í helmingur af íbúafjölda Suðureyrar.

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um gæði fisks, fiskvinnslu og hreinlæti.

Namskeid_Sudureyri
 Frá námskeiðinu á Suðureyri.

Mikil ánægja var með námskeiðið og var talað um að upplýsingarnar myndu nýtast starfsmönnum mjög vel.

Námskeiðið endaði með hófi fyrir starfsmenn þar sem fyrirtækin Íslandssaga og Klofningur urðu 10 ára 6. desember sl.

Nánari upplýsingar veitir Margeir Gissurarson, margeir.gissurarson@matis.is.

Nánar um námskeið sem eru í boði hjá Matís: www.matis.is/freadsla/namskeid/


Fréttir