• Logo Matís

Þjónustumælingar

11.12.2009

Dagana 14. – 23. desember 2009 mun starfsemi Matís í Reykjavík flytja í nýtt sameiginlegt húsnæði að Vínlandsleið 12 í Grafarholti. Vegna flutninganna verður ekki hægt að taka á móti sýnum í örveru- og þjónustumælingar í Reykjavík á þessu tímabili

Viðskiptaaðilar vinsamlegast beðnir um að skipuleggja sýnatökuverkefni þannig að þau falli ekki inn á tilgreinda flutningsdaga. Ef brýn nauðsyn liggur við getum við á flutningstímabilinu útvegað viðskiptaaðilum okkar ákveðnar örveru- og efnamælingar á rannsóknastofu okkar í Neskaupstað eða hjá öðrum faggiltum rannsóknastofum sem við notum sem undirverktaka.

Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustumælinganna verði komin í eðlilegt horf strax í byrjun janúar á næsta ári.  Um leið og við afsökum einhver óþægindi sem viðskiptaaðilar okkar kunna að hafa af þessari tímabundnu röskun á starfsemi þjónustumælinga Matís viljum við bjóða ykkur hjartanlega velkomin til áframhaldandi viðskipta og samstarfs í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum Matís.

Fyrir hönd starfsmanna þjónustumælinga Matís,

Franklín Georgsson,
Sviðsstjóri Mælingar & Miðlun

 


Fréttir