• Logo Matís

Fjölmenni á fundi Matís, AVS og SF um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi

3.12.2009

Nú fyrir stundu lauk áhugaverðum fundi um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi, fundi sem Matís, AVS sjóðurinn og Samtök fiskvinnslustöðva stóðu að.

Fundurinn var vel sóttur og voru um 160 manns sem mættu til að hlusta á erindi Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Sveins Margeirssonar, sviðsstjóra hjá Matís.

Markmið fundarins var að varpa ljósi á tækifæri og möguleika á betri nýtingu og auknum verðmætum. Íslendingar standa framarlega í nýtingu sjávarauðlinda og hafa sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki með áralanga reynslu í að mæta þörfum markaðarins. En hráefnið okkar er takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að nýta það sem best og skapa úr því mikil verðmæti.

Erindi Þorsteins Más má finna hér og erindi Sveins má finna hér.

Nánari upplýsingar veita Sveinn Margeirsson, sveinn.margeirsson@matis.is, og Steinar B. Aðalbjörnsson, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.


Fréttir