• Matvæla- og næringarfræðifélag Íslands

Matvæladagur MNÍ 2009

12.10.2009

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) efnir til árlegs Matvæladags þann 15. október nk. Haldin verður ráðstefna um íslenska matvælaframleiðslu og gjaldeyrissköpun. Hörður G. Kristinsson hjá Matís flytur þar áhugavert erindi: Lífefni úr íslenskri náttúru - Ný tekjulind

Matvælaframleiðsla hefur skipt Íslendinga miklu gegnum aldirnar og mun nú gegna lykilhlutverki við enduruppbyggingu efnahagslífsins. MNÍ vill leggja sitt af mörkum með því að greina matvælaframleiðslu á Íslandi og setja hana í efnahagslegt samhengi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og hefst kl 13 fimmtudaginn 15. október. Flutt verða sjö erindi sem veita innsýn í getu matvælaframleiðslunnar til að standa undir innlendri atvinnustarfsemi og afla þjóðarbúinu tekna en jafnframt verða dregin fram tækifærin við sjóndeildarhringinn. Þátttöku á ráðstefnuna þarf að tilkynna á vefsíðu MNÍ, www.mni.is. Þátttökugjald er 3.500 kr en 2.000 kr fyrir námsmenn.

Á ráðstefnunni verður Fjöregg MNÍ afhent en það er veitt fyrir lofsvert framtak á sviði matvælaframleiðslu og manneldis. Gripurinn er hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá árinu 1993 verið gefinn af Samtökum iðnaðarins. MNÍ gefur út tímaritið Matur er mannsins megin með ítarlegri umfjöllun um matvæli, næringu og efni Matvæladags ár hvert. Tímaritinu er dreift um allt land.

Dagskrána má finna hér.


Fréttir