• Bók Magnetic-Resonance-in-Food-Science

Starfmaður Matís ritstýrir bók

18.9.2009

Á vormánuðum var bókin Magnetic Resonance in Food Science, Challenges in a Changing World gefin út í kjölfar vel heppnaðar ráðstefnu sem Matís hélt  í Norræna húsinu dagana 15.-17. september 2008 um notkunarmöguleika kjarnaspunatækni (Magnetic Resonance) í matvælaframleiðslu og matvælarannsóknum. 

Meginmál  

Bókinni er ritstýrt af Maríu Guðjósdóttur, verkefnastjóra og doktorsnema hjá Matís, ásamt Professor Peter Belton við Háskólann í East Anglia og Graham Webb frá Royal Society of Chemistry.  Bókin er gefin út af Royal Society of Chemistry í Bretlandi. Ráðstefnuna sóttu 80 þátttakendur hvaðanæva að úr heiminum og kynntu þar rannsóknaniðurstöður sínar.  Þar af voru 32 verkefni kynnt í fyrirlestrum og 32 sem veggspjöld.  Bókin sem nú er komin út samanstendur af 29 greinum þessara vísindamanna og flokkast greinarnar í fjóra kafla; New Techniques; Food Systems and Processing; ESR and other Techniques; Fish and Meat.  Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar www.matis.is/mrinfood2008  Fyrir áhugasama má nálgast bókina hjá Matís með því að senda tölvupóst til Maríu Guðjónsdóttur (mariag@matis.is) eða panta í síma 422 5091. 

Ráðstefnan var níunda ráðstefnan í ráðstefnuröðinni International Conference on the Applications of Magnetic Resonance in Food Science, en ráðstefnurnar eru haldnar annað hvert ár.  Næsta ráðstefna verður haldin haustið 2010 í Clermont í Frakklandi á vegum L‘Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Frakklandi.


Fréttir