• nyrnorrannmatur3

Norræna ráðherranefndin tilnefnir starfsmann Matís til verðlauna

23.6.2009

Stýrihópur norrænu ráðherranefndarinnar um "Ný norræn matvæli" tilnefndi fyrir stuttu Brynhildi Pálsdóttur til verðlauna á sviðinu "Ný norræn matvæli".

Brynhildur og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og fyrirtæki þeirra Borðið, www.bordid.info/, voru tilnefnd frá Íslandi.

Brynhildur hefur starfað um skeið hjá Matís og komið m.a. að "Stefnumót bænda og hönnuða".

"Stefnumót bænda og hönnuða" er frumkvöðlaverkefni í þágu atvinnulífsins þar sem tvær starfstéttir eru leiddar saman til að skapa einstaka afurð. Mikil sóknartækifæri felast í matvælaframleiðslu og með markvissri nýsköpun á hráefninu er hægt að margfalda virðisaukann. Í sérstöðu og upplifun felast mikil verðmæti, því er markmið verkefnisins að þróa héraðsbundnar matvörur byggðar á hæstu gæðum, rekjanleika og menningarlegri skírskotun.

Matís hefur tekið virkað þátt í ofangreindu verkefni og kemur m.a. að vöruþróun (sjá nánar hér).

Nánari upplýsingar:
Ny Nordisk Mad
Borðið (stórt pdf skjal)
Borðið - CV (pdf skjal)Fréttir