• Seventh Framework Programme

Alfredo Aguilar, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, í heimsókn hjá Matís

30.4.2009

Dr. Alfredo Aguilar framkvæmdastjóri líftæknihluta Matvælaáætlunar 7. rammaáætlunarinnar ESB er nú staddur á Íslandi. Hann hefur m.a. heimsótt Matís þar sem hann hélt kynningu á rammaáætluninni sl. þriðjudag.

Dr. Alfredo AguilarDr. Alfredo fékk auk þess góða kynningu á starfsemi Matís, þá sérstaklega á líftæknihluta starfsemi fyrirtækisins, en starfsemi Matís á þessu svið er í fremstu röð í heiminum. Dr. Alfredo hélt auk þess kynningu hjá Rannís á styrkjum 7. markáætlunar Evrópusambandins til rannsókna og nýskpunar á sviði matvæla, landbúnaðar, sjávarútvegs og líftækni.

Mun hann dvelja á Íslandi fram yfir helgi og mun á þeim tíma gera sér lítið fyrir og ganga á Dr. Alfredo AguilarHvannadalshnúk með starfsmönnum Matís en sú ferð verður farinn laugardaginn 2. maí.

Mikill fengur er af Dr. Alfredo hingað til lands enda er þekking hans á styrktarmálum 7. markáætlunar Evrópusambandins til rannsókna og nýskpunar á sviði matvæla, landbúnaðar, sjávarútvegs og þá sérstaklega líftækni einstök.


Fréttir