Vöruþróun og hráefnisnýting - nám fyrir hráefnisframleiðendur

22.4.2009

Matís og HR bjóða upp á áhugavert nám fyrir hráefnisframleiðendur. Námið er stutt en hnitmiðað og nýtist bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum hjá fyrirtækjum eða með eigin rekstur.

MARKMIÐ:
Markmið námsins er að efla hráefnisframleiðendur í vöruþróun og hráefnisnýtingu. Áhersla verður m.a. á vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Meðal annars verður fjallað um hvernig koma má auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru‐ eða þjónustuframboðs.

HVERJIR:
Námið er ætlað bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum með eigin rekstur.

EFNISTÖK:
1. Markaðskönnun, 29. apríl kl. 13‐17
Valdimar Sigurðsson HR

2. Lagaumhverfi og matvælaöryggi, 6. maí kl. 9‐17
Franklin Georgsson og Margeir Gissurarson Matís

3. Vöruþróun og nýsköpun, 13. og 20. maí kl. 9‐17
Marína Candi HR, Sjöfn Sigurgísladóttir og Þóra Valsdóttir Matís

4. Framleiðslu‐ og aðfangastjórnun, 27. maí kl. 9‐17
Hlynur Stefánsson HR og Sveinn Margeirsson Matís

5. Markaðssetning eigin vöru, 3. júní kl. 9‐17
Valdimar Sigurðsson HR, Gunnþórunn Einarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson Matís

DAGSETNING:
Námið hefst 29. apríl og lýkur 3. júní.

VERÐ:
129.000 kr.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
simi: 599 6200
www.opnihaskolinn.is
stjornmennt@opnihaskolinn.is
www.matis.is/opni-haskolinn


Fréttir