• Námskeið

Mikill áhugi á námskeiðum Matís

22.1.2009

Margeir Gissurarson, verkefnastjóri hjá Matís, hélt námskeið á Ísafirði nú fyrir stuttu. Námskeiðið snéri að rækjuvinnslum og var m.a. fjallað um hitun matvæla, skynmat og HACCP.

Námskeiðið fór fram við Fræðslusetur Vestfjarða dagana 15. og 16. jan. sl. Mikil og góð þátttaka var á námskeiðini og var mikil ánægja á meðal þáttakenda með hvernig til tókst.

Frekari upplýsingar um þetta námskeið og fleiri námskeið sem Matís býður upp á má finna á fræðsluvef Matís.


Fréttir