• Wholefoods_Market
  • WFM_1-1
  • WFM_2-1
  • WFM_3-1
  • Baldvin_Jonsson_1-1
  • Baldvin_Jonsson_2-1

Stjórnendur frá Wholefoods Market í heimsókn hjá Matís

19.1.2009

Stjórnendur Wholefoods Market verslunarkeðjunnar komu til Matís fyrir stuttu og kynntu sér starfsemi fyrirtækisins.

Wholefoods Market (www.wholefoodsmarket.com/) er stór bandarísk verslunarkeðja sem hóf starfsemi í Texasríki árið 1980. Verslunarkeðjan er með starfsemi í yfir 270 búðum í Bandaríkjunum og á Englandi og er hún hvað þekktust fyrir sölu á matvælum sem eins lítið hefur verið átt við í framleiðslu og mögulegt er. Til dæmis er úrval verslunarkeðjunnar á lífrænt ræktuðum matvælum með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einnig hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á að vita hvaðan matvæli koma og haft sérstakan áhuga á upprunamerkingum. Heimsókn Wholefoods Market til Matís var m.a. einmitt í þeim tilgangi að kynnast betur upprunamerkingum á matvælum en Matís hefur skipað sér í fremstu röð í rannsóknum í þessum málaflokki.

Daginn eftir hélt svo Baldvin Jónsson, sem er tengiliður Íslendinga við Wholefoods Market, mjög áhugaverðan fyrirlestur fyrir starfsmenn Matís um starfsemi verslunarkeðjunnar og gildi fyrirtækisins. Vakti fyrirlestur þessi mikinn áhuga á fannst nokkrum sem á hlustuðu að margt í starfsháttum og gildum Wholefoods Market mætti taka til fyrirmyndar hér á landi.

Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.


Fréttir