• Fundur´hjá Matís í Safefoodera-verkefninu 18. júní 2008
  • Fundur í Safefoodera 18.júní 2008

SAFEFOODERA heimsækir Matís

24.6.2008

Þann 18. júní s.l. var haldinn fundur hér á landi á vegum SAFEFOODERA EraNet verkefnisins, en hér er um að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni sem hefur að markmiði að efla matvælaöryggi. Verkefnið heyrir undir 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins (7. RÁ ESB), en einn lykilþáttur í 7. RÁ er uppbygging Evrópska rannsóknasvæðisins (ERA).

Tæplega 50 manna hópur kom hingað til lands til að vera viðstaddur fundinn og byrjaði Íslandsheimsókn hópsins á heimsókn í aðalstöðvar Matís við Borgartún, þar sem hann fræddist m.a. um starfsemi Matís og naut kvöldhressingar með útsýni yfir sundin blá.

Meðal þeirra sem kváðu sér hljóðs við þetta tilefni var Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstóri Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og síðan Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís, sem bauð hópinn velkominn til landsins. Þá tóku þeir Johs Kjosbakken frá Norska rannsóknaráðinu (RCN), formaður stýrihóps SAFEFOODERA og Mads Peter Schreiber frá NICe einnig til máls. Gerðu þeir góðan róm að landi og þjóð við komuna og sögðust hlakka til dvalarinnar. Að loknum stuttum ávörpum gerðu gestirnir veitingum skil og héldu svo með áætlunarbíl áleiðis til Stykkishólms, þar sem fundurinn var haldinn.

Þess má geta að búið er að auglýsa eftir styrkumsóknum úr SAFEFOODERA verkefninu og hyggst Matís leggja inn umsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. september 2008.

Á myndinni eru þeir Johs Kjosbakken (tv) og Sigurgeir Þorgeirsson.
Fréttir