• Matís í Neskaupsstað

Opinn fundur Matís í Neskaupstað mán. 26.

23.5.2008

Mánudaginn 26. maí heldur Matís opinn kynningarfund í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað undir yfirskriftinni Sóknarfæri í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Austurlandi.

Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, Helga Jónsdóttir bæjarstjóri Fjarðarbyggðar, ásamt nokkrum sérfræðingum frá Matís. Björk Sigurgeirsdóttir sem er verkefnastjóri Þróunarfélags Austurlands og ennfremur framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands mun einnig flytja erindi á fundinum.

Fundurinn verður, sem fyrr segir, haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands að Mýrargötu 10, Neskaupstað, í stofu 1. Fundurinn er öllum opinn og áhugasamir hvattir til að mæta.

Anna K. Daníelsdóttir og Kristinn Ólafsson: Glærur - Arfgerðargreiningar


Fréttir