• Úrval fiskrétta.

Matís og H.Í. auglýsa námskeið fyrir doktorsnemendur í ágúst

12.3.2008

Dagana 17. til 24. ágúst 2008 verður haldið námskeið sem nefnist Samspil skynmats, neytenda- og markaðsþátta í vöruþróun (Integrating sensory, consumer and marketing factors in product design). Námskeiðið verður haldið í Reykjavík.

Markmiðið er að nýta upplýsingar um skynmat, neytendur og markaðsþætti í vöruþróun.

Að sögn Emilíu Martinsdóttur, deildarstjóra á Vinnslusviði Matís, og eins af skipuleggjendum námskeiðsins, er tilgangur þess að þjálfa doktorsnema í að nota skynmatsaðferðir og neytendakannanir í vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Verkefni námskeiðsins mun felast í að framleiða heilsusamlegri útgáfu af vöru sem þegar er á markaði. Heilsusamlegri vara getur t.d. verið vara með minna innihald af mettaðri fitu eða salti.


Fyrrlesarar verða alþjóðlegir sérfræðingar og á hverjum degi verða fyrirlestrar með verklegum æfingum til að varpa ljósi á efnið. Emilía segir að námskeiðið sé
kjörið tækifæri fyrir norræna doktorsnema og aðra nemendur á þessu sviði.

Sjá auglýsingu um námskeiðið á íslensku

Course description in English

Einnig má finna upplýsingar á vef NordForsk
Fréttir