• Frá skynmati hjá Matís

Matís með formennsku í European Sensory Network

12.2.2008

Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Vinnslu- og vöruþróunarsviði Matís, tók í byrjun árs við formennsku í European Sensory Network (ESN) sem eru alþjóðleg samtók rannsóknastofnana og fyrirtækja á sviði skynmats og neytendarannsókna. Emilía mun gegna formennsku næstu tvö árin.

Í ESN eru 23 þátttakendur frá 16 Evrópulöndum, en einnig eru fjórir aðilar utan Evrópu í samtökunum: frá Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu og Ísrael.
Þessi alþjóðlegu samtök voru upphaflega stofnuð sem vettvangur fyrir umræður og samvinnu meðal bestu rannsóknafyrirtækja í hverju landi og er ætlað að tryggja matvælaiðnaði í hverju landi aðgengilegar og örugggar aðferðir við skynmat. Þáttakendur eru allir með mikla reynslu á þessu sviði.

Starfsemin ESN felst í:
• Fundum til bera saman aðferðir, niðurstöður rannsókna og til að skipuleggja rannsóknarverkefni
• Halda námstefnur fyrir iðnðaðinn í mismunandi löndum
• Þróa aðferðir á sviði skynmats og neytendakannana
• Sameiginleg rannsóknaverkefni.

Á þessu ári er fyrirtækjum í matvælaiðnaði þessara landa boðið að taka beinan þátt í ESN samstarfi (ESN-Industry Network Partnerships). Fyrirtækin munu leggja fram fjármagn í ákveðin rannsóknaverkefni sem þau geta sameinast um og verða rannsóknaverkefnin unnin af tveimur eða fleiri ESN-þáttakendum hverju sinni. Ný rannsóknaverkefni verða síðan valin árlega. Meðal annars verður stuðlað að notkun skynmats og bestu sameigilegum aferðum á því sviði til að bæta vöruþróun matvæla.  Þessi ESN iðnaðarvettvangur mun auka samskipti einstakra aðila ESN við matvælaiðnaðinn. 

 
Emilía er deildarstjóri Neytenda- og skynmatsdeildar á  Matís.  Hún segir að Matís sé leiðandi á sviði skynmats hér á landi og að þessi alþjóðlega starfsemi sé liður í því að á Íslandi verði til þekking og reynsla sem nýtast mun íslenskum matvælaiðnaði. 

Nánar um ESN samtökin
Fréttir