Matís og SINTEF: Aukið alþjóðlegt samstarf

Eflir rannsóknir og þróun í matvælaiðnaði á Íslandi

29.11.2007

SINTEFMatís (Matvælarannsóknir Íslands) og norska rannsóknafyrirtækið SINTEF hafa gert með sér samkomulag sem hefur það að markmiði að efla rannsóknir, þróun og virði í sjávarútvegi og matvælaiðnaði á Íslandi og í Noregi. Samkomulagið gerir Matís kleift að taka þátt í rannsóknaverkefnum í samstarfi við SINTEF og norsk fyrirtæki í fiskeldi og matvælarannsóknum. Þá mun samkomulagið auka möguleika Matís á því að kynna starfsemi sína á erlendum vettvangi og taka þátt í fleiri alþjóðlegum og samevrópskum rannsóknaverkefnum.

Náið samstarf við Tækniháskólann í Þrándheimi

Samkomulagið mun einnig gera íslenskum fyrirtækjum og stofnunum mögulegt að þróa samstarf með SINTEF og fyrirtækjum og rannsóknarstofnunum erlendis.

Helstu styrkleikar SINTEF fyrir íslenskan sjávarútveg og matvælaiðnað eru Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Karl Almås forstjóri sjávarútvegs- og fiskeldisdeildar SINTEF, handsala samninginn í Noregi.þekking í sjávarútvegi, svo sem í fiskeldi. SINTEF getur boðið fram aðstoð í rannsóknum og þróun á þorskeldi og vinnslutækni í sjávarútvegi, þ.m.t. veiðum. SINTEF er í nánu samstarfi við NTNU (Tækniháskólann í Þrándheimi) sem eykur möguleika íslenskra menntastofnana á alþjóðlegu samstarfi.

Að sama skapi getur Matís lagt að mörkum sérþekkingu til fyrirtækja í Noregi í vinnslutækni í sjávarútvegi, fiskeldi og líftæknirannsóknum fyrir sjávarútveg.

Stuðlar að aukinni þekkingu í íslenskum matvælaiðnaði

“Framtíðarsýn Matís er að efla samkeppnishæfni íslensks matvælaiðnaðar. Við teljum að með samkomulagi okkar við SINTEF hafi Matís stigið mikilvægt skref í þá átt. SINTEF er virt þekkingar- og rannsóknafyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi, sem hefur afar dýrmæta þekkingu á þeim úrlausnarefnum sem snúa að Íslendingum, svo sem í fiskeldi og vinnslutækni í sjávarútvegi. SINTEF getur því stuðlað að aukinni þekkingu í íslenskum matvælaiðnaði og eflt möguleika íslenskra fyrirtækja og háskóla á erlendum vettvangi. Þá opnar samstarfið nýja möguleika í rannsóknaverkefnum á vegum Evrópusambandsins. Við væntum því mikils af samstarfi okkar við SINTEF á komandi árum og gerum okkur vonir um að það komi til með að auka enn frekar virði í íslenskum matvælaiðnaði,” segir Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Um SINTEF: Sjálfseignarstofnun í rannsóknum og þróun við tækniháskólann í Þrándheimi í Noregi. Það starfar meðal annars í sjávarútvegi og fiskeldi. Einnig í byggingariðnaði, byggingaverkfræði, upplýsingatækni, efnafræði, olíuiðnaði og orkuiðnaði.

Helstu markmið samkomulags Matís og SINTEF

  • Vinna við sameiginleg rannsóknaverkefni með fyrirtækjum á Íslandi og í Noregi.
  • Samvinna um að treysta fjármögnun rannsóknaverkefna, ekki síst í stórum Evrópuverkefnum.
  • Gagnkvæm kynning á samstarfsfyrirtækjum og rannsóknaverkefnum.

Fréttir