Haustráðsefna Matís verður á fimmtudag

12.11.2007

matis

Matur og framtíð, haustráðstefna Matís, fer fram á Grand Hótel þann 15. nóvember 2007. Á ráðstefnunni, sem er frá 12:30 til 16:30, verður leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna grænmeti sé hollt, hvort þorskeldi eigi framtíð fyrir sér á Íslandi, hvers vegna fólk vill ekki stressaðan eldisfisk og hvort fólk viti yfirhöfuð hvaðan maturinn þeirra kemur.

Blóðbergsdrykkir og súkkulaðifjöll

Á ráðstefnunni verður ennfremur hægt að kynnast matarhönnun sem er vaxandi þáttur í vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands. Gestir eiga þess kost á því að bragða á blóðbergsdrykkjum og gæða sér á súkkulaðifjöllum. Smakkað á nýjum eldistegundum Þá geta þeir einnig kynnst fiskeldistegundum sem verða sífellt vinsælli erlendis. Má þar nefna tilapia og barramunda svo dæmi séu tekin. Þeim mun einnig gefast tækifæri á því að smakka á tilapiu, sem er að verða einn vinsælasti fiskur sem neytt er víða um heim.

Nánar um dagskrána hér.

Fundarstjóri er Stefán Pálsson.
Fréttir