Matís vekur athygli á Matur-inn

10 þúsund gestir

15.10.2007

Matur-innMatís á Akureyri tók þátt í matvælasýningunni Matur-inn sem fram fór í Verkmenntaskólanum um síðustu helgi. Þar kynnti Matís starfsemi sína á Akureyri; rannsóknir á mengunarefnum og óæskilegum efnum í matvælum. Þá var ÍSGEM gagnagrunnurinn kynntur til sögunnar, en hann er með upplýsingar um efnainnihald 900 fæðutegunda.

Verkefni Matís vöktu verulega athygli gesta á sýningunni, en hana sóttu ríflega 10.000 manns. Fannst mörgum gestum sem skoðuðu bás Matís merkilegt hve umfangsmikið rannsóknastarf færi fram á vegum fyrirtækisins í bænum.


Fréttir