Verkefni á Rf kynnt á Norrænum Næringarráðgjafadögum
Emilía kynnti verkefnið Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða, sem hófst árið 2005 og áformað er að ljúki árið 2008. Áður hefur verið sagt frá framgangi verkefnisins hér á síðunni, enda einn megintilgangur verkefnisins fræðsla og kynning í þeim tilgangi að auka fiskneyslu, sérstaklega hjá ungu fólki.
Fyrirlestur Emilíu var fluttur á ensku, eins og aðrir fyrirlestrar á ráðstefnunni, og bar yfirskriftina Improved image of seafood. Consumer's attitudes and fish consumption. Hægt er að lesa fyrirlestur Emilíu, sem og annað efni frá ráðstefnunni, með því að smella hér.