• Sri Lanka: Fiskihöfnin í Beruwella

Rf aðstoðar við uppbyggingu á Sri Lanka

5.7.2006

Nýlega fóru tveir starfsmenn Rf til Sri Lanka á vegum Þróunarsamvinnustofnunar (ICEIDA), Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) og National Aquatic Resources Research and Development Agency (NARA) á Sri Lanka. Tilgangurinn var að gera úttekt á gæðamálum fiskihafna á Sri Lanka og aðstoða við færa þau mál til betra horfs í tengslum við uppbyggingu eftir náttúruhamfarirnar miklu þ. 26. desember 2004.

Sri Lanka: aflinn þveginn í BeruwellaÞau Sveinn V. Árnason og Birna Guðbjörnsdóttir, sérfræðingar á Rannsóknarsviði Rf, fóru til Sri Lanka um miðjan maí og dvöldu þar í tvær vikur. Þau eru ekki alveg ókunnug starfi af þessu tagi, enda voru þau í hópi fjögurra starfsmanna Rf sem fór tvisvar til Viet nam fyrir nokkrum árum til að aðstoða þarlenda háskóla við námsefnisgerð á sviði gæðamála í fiskiðnaði.

Sem kunnugt er varð mikið tjón á Sri Lanka í náttúruhamförunum árið 2004, bæði mann- og eignatjón. Um helmingur fiskiskipa landsins eyðilögðust, hafnir skemmdust og mörg hundruð þúsund manns, sem atvinnu höfðu haft af fiskveiðum og -vinnslu misstu lífsbjörgina. Það var því mikið í húfi fyrir heimamenn að ná að koma hlutunum í samt horf og helst betra, sem fyrst.

Sri Lanka: Frá höfninni í BeruwellaAð sögn Sveins og Birnu felst aðkoma þeirra í verkefninu einkum í gerð námsefnis fyrir hafnarstjóra og aðila í stjórnkerfinu , sem koma að málefnum hafna. Námskeiðið fjallar um ástand gæðamála í fiskihöfnum á Sri Lanka og leiðir til að bæta gæði þess afla sem um hafnirnar fer. Þau heimsóttu m.a. fiskihafnir á Sri Lannka, m.a. í Beruwala fyrir sunnan höfuðborgina Colombo, en þar voru meðfylgjandi myndir teknar.

Helstu vandamálin eru skortur á hreinu vatni, bæði til notkunar á hafnarsvæðunum og til ísframleiðslu. Einnig er ýmsu ábótavant varðandi hreinlæti og alla umgengni við fiskinn, ísinn og í raun allt svæðið sem fiskurinn fer um innan hafnanna. Að verkefninu koma, auk Birnu og Sveins, Ranjith Edirisinghe, Director,

Post Harvest Division, NARA, Mr. Marcus Mallikage, Ministry of Fisheries og Ms. Induni Kariyawasam (Research Officer), NARA en Marcus var við nám á Íslandi hjá UNU-FTP árið 2001.

Þeir Ranjith ogHeimsókn frá Sri Lanka Marcus eru staddir á Íslandi um þessar mundir og viðtali við þá í Morgunblaðinu í dag kemur m.a. fram að um 40% af veiddum afla fari til spillis eftir að hann er veiddur og því brýnt að bæta þætti eins og meðhöndlun og geymslu.

Á myndinni hér til hliðar eru: Ranjith Edirisinghe , Birna, Sveinn og Marcus Mallikage.


Fréttir