• Jón Gunnar Schram

Nýr starfsmaður Rf á Ísafirði: Jón Gunnar Schram

3.7.2006

Um mánaðarmótin hóf nýr starfsmaður, Jón Gunnar Schram, störf á Rf. Jón mun starfa á Ísafirði og taka þátt í þeirri uppbyggingu á starfsemi Rf sem þar á sér stað um þessar mundir, sértaklega á sviði fiskeldis.

Jón er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands og hefur starfað við kennslu í um áratug, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Jón hefur bæði kennt úti á landi, m.a. á Kirkjubæjarklaustri og í Reykjavík, nú síðast í Hamraskóla.

Jón lauk M.S. prófi í sjávarútvegsfræðum frá Háskóla Íslands árið 2002.  Hann er kunnuglegt andlit mörgum  þeim sem áhuga hafa á sjávarútveg og fiskeldi hér á landi, enda iðinn við að sækja ráðstefnur á þessu sviði á undanförnum árum.  Rf býður Jón velkominn til starfa. 
Fréttir