• Hjólandi starfsmenn Rf 2006

Mens Sana in Corpore Sano

19.5.2006

Eins og margir hafa ugglaust tekið eftir þá hefur óvenju mikið verið um hjólreiðafólk á götum og gangstéttum um land allt upp á síðkastið og ólíklegasta fólk hefur sést á ferli. Bæði er nú vorið loksins komið en einnig stóð átakið Hjólað í vinnuna yfir dagana 3. - 16. maí. Rf lét ekki sitt eftir liggja. 

Þó svo ekki sé um formlega keppni milli vinnustaða að ræða, frekar góðlátlegan meting, þá voru vinnustaðir samt flokkaðir eftir fjölda starfsmanna og tölur teknar saman um framistöðu þeirra.  

Rf keppti í flokki vinnustaða með 20 - 69 starfsmenn og tók þriðjungur starfsmanna, eða 22 af 60, þátt í átakinu, sem hlýtur að teljast nokkuð gott.  Samkvæmt tölfræðinni hjóluðu þessir 22 samtals tæplega 1200 kílómetra á meðan á átakinu stóð. 

Á myndinn hér fyrir ofan sést hluti þeirra sem þátt tóku af hálfu Rf:  F.v.:  María, Þóra, Björn, Helga, Hélène, Birna, Ernst, Ragnar, Rósa, Anna, Heiða, Judith og Eyjólfur.  Á myndina vantar nokkra kappa, enda voru 22 skráðir til keppni, sem fyrr segir.
Fréttir