• Sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu 15. maí

Sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu

15.5.2006

Í morgun var sendinefnd frá Argentínu í heimsókn í Sjávarútvegshúsinu og kynnti sér starfemi Rf, Hafrannsóknastofnunar og sjávarútvegsráðuneytisins.

Sendinefndin, sem í eru um 20 tuttugu manns, er skipuð bæði opinberum aðilum og einnig fulltrúum fyrirtækja víðs vegar að úr Argentínu.   Má nefna að í sendinefndinni eru m.a. þingmenn og fleiri háttsettir embættismenn.

Hópurinn hefur hér nokkura daga viðdvöl eftir að hafa sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel og er tilgangurinn að kynnast málefnum sjávarútvegs hér á landi, bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera.  Var þeim kynnt sú starfsemi sem fram fer hér í húsinu og var ekki annað að sjá en að þau væru mjög áhugasöm um að kynna sér hvað landinn er að gera á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu og rannsókna á þeim sviðum.
Fréttir