Skemmtilegar nýjungar á Fræðsluvef Rf

21.12.2005

Á vef Rf er að finna s.k. Fræðsluvef Rf, Á vísan að róa, þar sem smátt og smátt hefur verið safnað margvíslegum fróðleik sem tengist fisk, sjávarútvegi og fiskvinnslu. Markmiðið er að hafa efnið aðgengilegt og fræðandi og tvær nýjungar á Fræðsluvefnum eru ágæt dæmi um þessa viðleitni.  

Nýlega bættust á Fræðsluvefinn, undir flokknum Næringarefni í fiski, gagnvirk næringarefnatafla, þar sem hægt er á fljótlegan og myndrænan hátt að skoða næringargildi mismunandi fisktegunda sem helst eru nýttar hér á landi.  

Aðra skemmtilega nýjung er að finna undir Einingatöflur/Hitastig, en þar má neðst á síðunni finna skemmtilegt tól sem nota má til að breyta á auðveldan máta Celsíus í Farenheit og öfugt.

Krækju á Fræðsluvefinn er að finna hægra megin á forsíðu vefjar Rf.
Fréttir