• Eldisþorskur rannsakaður á Rf

Flýgur fiskisagan: Rannsókn Rf á geymslueiginleikum eldisþorsks vekur athygli erlendis

12.12.2005

Í síðasta mánuði var sagt frá skýrslunni Framtíðarþorskur: geymsluþol, áferð, vöðvabygging og vinnsla eldisþorsks sem nýlega kom út hér á Rf. Niðurstöður skýrslunnar hafa vakið talsverða eftirtekt langt út fyrir landsteinana.

Þann 14. nóvember s.l. sögðum við frá áðurnefndri skýrslu og nú nýlega rákumst við á umfjöllun um hana á vefnum fishupdate.com, þannig að óhætt er að segja að þessi rannsókn hafi vakið nokkra athygli, a.m.k. á meðal aðila í fiskeldi.

Þess má geta að í næsta tbl. Ægis, sem væntanlega kemur út fyrir jól, mun birtast ýtarleg samantekt úr rannsókninni.
Fréttir