• Forsíða Tæknitíðinda Rf nr. 151

Öll Tæknitíðindi Rf komin á vefinn

8.12.2005

Á árunum 1972 til 1986 gaf Rf út s.k. Tæknitíðindi og var það ein helsta leið stofnunarinnar á þessum árum til að birta og miðla upplýsingum um rannsóknir sínar. Alls komu 165 tbl. út og er þetta efni nú loksins allt aðgengilegt í tölvutæku formi (pdf) hér á vef Rf.

Þegar Tæknitíðindin eru skoðuð kemur berlega í ljós hversu víðfemt starfsvið Rf var og er og starfsfólk þess rækilega með puttana á púlsi sjávarútvegs og fiskvinnslu hér á landi.

Ekki er að efa að greiður aðgangur að öllum Tæknitíðindum Rf mun gleðja marga, enda er þetta enn í dag það efni sem hvað mest er spurt eftir, þó svo 20 ár séu síðan síðasta tbl. kom út, um mitt ár 1986.

Til að skoða Tæknitíðindin og annað útgefið efni þarf að smella á Útgáfa, efst til vinstri, velja síðan Skýrslur og loks það tímabil sem áhugi er á að skoða.
Fréttir