• Einar K. Guðfinnsson í heimsókn á Rf

Nýr ráðherra í heimsókn á Rf

28.9.2005

Nýr ráðherra, Einar Kristinn Guðfinnsson, tók til starfa í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Á meðal þess sem ráðherrann tók sér fyrir hendur á þessum fyrsta formlega vinnudegi sínum í nýju embætti var að heimsækja Rf

Ráðherrann kynnti sér húsakynni og starfsemi Rf í fylgd Vilhjálms Egilssonar, ráðuneytisstjóra og Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra Rf. Gaf Einar sér góðan tíma til að spjalla við starfsfólk og spurði þá sem á vegi hans urðu út í starf þeirra og viðfangsefni. Á meðfylgjandi mynd er ráherrann í heimsókn á Gæða- og umhverfisdeild Rf.

Rf býður nýjan ráðherra velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.
Fréttir