• Sjávarútvegsráðherra ávarpar Haustfund Rf

Fjölmenni á Haustfundi Rf 2005

26.9.2005

Um 100 manns sóttu Haustfund Rf sem haldinn var á Grand hótel þann 23. sept. sl. Fundurinn var að nokkru leyti sögulegur þar sem hann var haldinn á 40 ára starfsafmæli Rf og ávarp Árna M. Mathiesen í byrjun fundarins var jafnframt eitt síðasta opinbera embættisverk hans sem sjávarútvegsráðherra.

Í ræðu sinni fjallaði Árni í stuttu máli m.a. um það hvernig áherslur hefðu smá saman breyst í ráðherratíð sinni frá því að snúast til að byrja með að miklu leyti um þróun kvótakerfisins og yfir í sífellt meiri áherslu á verðmæti og öryggi íslensks sjávarfangs og upplýsingagjöf þar að lútandi. Árni sagði að þar yrði starfsemi Rf sífellt mikilvægari. Lesa ræðu ráðherra

Eftir ræðu ráðherra flutti Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, yfirlit yfir rekstur Rf á árinu 2004.  Sjöfn lagði m.a. áherslu á það að rannsóknir tækju langan tíma og mikilvægt væri að nýsköpun væri þar höfð að leiðarljósi.  Minntist hún á að starfsfólki Rf í farmhaldsnámi, bæði í meistara- og doktorsnámi, hefði fjölgað milli ára og myndi sú þróun ugglaust styrkja Rf þegar fram í sækir.  Lesa erindi Sjafnar.

Á eftir Sjöfn fluttu ýmsir erindi, bæði starfmenn Rf sem og góðir gestir og er hægt að nálgast erindi sumra hér fyrir neðan:

Þórólfur Árnason, Icelandic Group - Ferskur í fiski 

Ingibjörg Gunnarsdóttir, LSH - Jákvæð áhrif fisks á heilsu

Emilía Martinsdóttir, Rf - Neytendur og viðhorf til fiskneyslu

Katrín Pétursdóttir, Lýsi hf. - Lýsi er hollt

Rannveig Björnsdóttir, Rf - Eldisfiskur sem markfæði

Margrét Geirsdóttir, Rf - Er kraftur í íslenskum sæbjúgum?

Sigurður Vilhelmsson, Rf - Heilsuvörur úr sjávarafurðum

Guðbjörg Glóð Logadóttir, Fylgifiskar - Íslenski markaðurinn, er hann til?


Fréttir