Haustfundur Rf föstudaginn 23. september
Haustfundurinn er að þessu sinni haldinn á 40 ára afmæli setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna (Nr. 64, 21. maí 1965), en með þessum lögum varð Rf formlega til sem sjálfstæð ríkisstofnun, sem heyrir undir sjávarútvegsmálaráðuneytið, eins og í lögunum stendur. Um sérstakan afmælisfund er þó ekki að ræða, þeirra tímamóta verður væntanlega minnst við annað tækifæri, og er nú m.a. unnið að útgáfu sérstaks afmælisrits af því tilefni.
Auk nokkurra fyrirlesara frá Rf munu góðir gestir flytja þar stutt erindi. Ber þar fyrstan að nefna Árna M. Mathiesen, en ávarp hans verður væntanlega eitt af síðustu opinberu verkum hans í embætti sjávarútvegsráðherra. Þá má og nefna Þórólf Árnason, forstjóra Icelandic Group, Katrínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsi hf, dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur á LSH og Guðbjörgu Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóra Fylgifiska.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í netfangið ingibjorg@rf.is eða í síma 530 8600