• Rf á Sjávarútvegssýningunni 2005

Góð aðsókn að Sjávarútvegssýningunni

8.9.2005

Sjávarútvegssýningin í Kópavogi, sem sett var í gær fór rólega af stað en strax eftir hádegi opnunardaginn fór aðsóknin vaxandi og hefur verið góð síðan. Rf er með á sameiginlegum sýningarbás Sjávarútvegsráuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu.

Básinn er í sýningarsal A, stóra sýningarsalnum og er merktur D 52. Þrátt fyrir að sýningin sé ef til vill fyrst og fremst tækja- og tæknisýning, þá hafa fjölmargir komið við í sýningarbásnum til að kynna sér starfsemi áðurnefndra stofnana og þau verkefni sem þær vinna að.

Á myndinni er Sigurjón Arason, verkefnastjóri á Rf, (2. f.h) á spjalli við sýningargesti.


Fréttir