• Vinnuhópur WEFTA í sumarblíðunni í Reykjavík

Vinnuhópur WEFTA fundar í Reykjavík

30.5.2005

Árlegur fundur vinnuhóps um mælitækni á vegum WEFTA fundaði í Reykjavík dagana 26. og 27. maí. Að þessu sinni sóttu fundinn fulltrúar 5 landa; Þýskalands, Danmerkur, Bretlands og Belgíu auk Íslands.

Umfjöllunarefni fundanna voru meðal annars löggjöf Evrópusambandsins um fisk og fiskafurðir, með hliðsjón af mörkum sem sett eru sem hámarksgildi efna og örvera og aðferðafræði þeim tengdum. Þá var einnig rætt um staðla setta hjá Codex og CEN og vinnu við samanburðarmælingar milli landa.

Heimasíða WEFTA


Fréttir