• Joop Luten útskýrir SEAFOODplus verkefnið

SEAFOODplus í Reykjavík

9.5.2005

Í síðustu viku var haldinn verkefnafundur í Reykjavík í SEAFOODplus - verkefninu og lauk honum formlega föstudaginn 6. maí með opnum kynningarfundi á Grand Hótel í Reykjavík, sem um 45 manns sóttu.

SEAFOODplus er eitt af s.k. klasaverkefnum í 6. rannsóknaáætlun ESB og má segja að það skiptist í tvo meginhluta og er stærri hlutinn helgaður Rannsókna- og þróunarverkefnum (Research and Technology Development - RTD). Báðum þessum meginhlutum er svo skipt enn frekar niður í sex mismunandi áherslusvið eða stólpa sem svo greinast enn frekar niður í einstök verkefni.

Fundurinn í Reykjavík var í PROPEPHEALTH - verkefninu og er Guðjón Þorkelsson deildarstjóri á Rf verkefnisstjóri þess.   PROPEPHEALTH er eitt af fjórum verkefnum sem tilheyra 4. hluta RTD, sem ber yfirskriftina Seafood from source to consumer product.  Það er Dr. Joop Luten sem er verkefnisstjóri 4. hluta RTD SEAFOODplus. 

Hinn meginhluti SEAFOODplus beinist að yfirfærslu þekkingar til iðnaðar og kynningu rannsóknaniðurstaðna  til iðnaðarins (Industry, Training and Dissemination ITD).  Dr. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf, er verkefnisstjóri 4. hluta ITD SEAFOODplus, sem ber yfirskriftina Creation of new business activities.
Fréttir