• Starfsfólk Rf í Neskaupstað

Margir í heimsókn á kynningu Rf í Neskaupstað

3.5.2005

Laugardaginn 30.apríl var opið hús í fræðasetrinu Búlandi í Neskaupstað, en það hýsir starfsemi Verkmenntaskóla Austurlands, Rannsóknastofnunnar fiskiðnaðarins, Náttúrustofu Austurlands og Sorpsamlag Mið-Austurlands. Tilgangurinn var að kynna þá starfsemi fram fer í Búlandi.

Þorsteinn Ingvarsson hefur verið forstöðumaður skrifstofu Rf í Neskaupstað um langt skeið og var hann ánægður með hvernig þetta sameiginlega uppátæki stofnanna sem deila saman húsnæði tókst til.

Þrátt fyrir kalt veður lögðu nokkrir tugir leið sína í húsakynni Rf á laugardaginn. Að sögn Þorsteins voru gestir mjög ánægðir með að fá þetta tækifæri til að kynna sér starfsemina, enda höfðu ekki allir gert sér fulla grein fyrir starfsemi Rf á Austurlandi.

Starfsemi Rf í Neskaupstað hefur árum saman einkum falist í þjónustumælingum fyrir fiskimjölsiðnaðinn á Austurlandi, enda má segja að á þessu svæði sé þungamiðja þess iðnaðar hér á landi, en á milli 60 - 70% af öllu fiskimjöli sem framleitt er hérlendis er framleitt á þjónustusvæði skrifstofu Rf í Neskaupstað.
Fréttir