Nature birtir grein um lífhagkerfisstefnu

10.8.2016

Hið virta vísindatímarit Nature, birti nýverið grein um fimm lykilatriði varðandi þróun lífhagkerfisins. Greinin byggir á afrakstri stórrar ráðstefnu, Global Bioeconomy Summit, sem fram fór í Berlín haustið 2015, en Sigrún Elsa Smáradóttir, forstöðumaður lausna og ráðgjafar hjá Matís, sat í stýrihópi ráðstefnunnar.

Nýlega voru birt drög að lífhagkerfisstefnu Íslands og hefur vinna við mótun þeirrar stefnu m.a. tekið mið af afrakstri Global Bioeconomy Summit.

Höfundar greinarinnar í Nature leggja m.a. áherslu á alþjóðlegt samstarf og fjárfestingar í lífmassaverum (biorefineries). Áhugasamir geta fræðst nánar á vef Nature.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir.


Fréttir