Námskeið um gæði, meðhöndlun og skynmat á fiski í Tanzaníu

28.11.2019

Matís tók þátt í að skipuleggja og halda námskeið um gæði, meðhöndlun og skynmat á fiski í Kigoma, Tanzaníu.

Tilgangur námskeiðsins var m.a. að auka skilning á mikilvægi góðrar meðhöndlunar fisks, en athuganir hafa sýnt að allt að 60% afla smáfisks (Dagaa) úr Lake Tankanyika tapast vegna slæmrar meðhöndlunar og vinnslu, en þetta samsvarar allt að 35 milljón bandaríkjadala tapi árlega.

Námskeiðið sem haldið var 18.-22. nóvember 2019 sátu fiskieftirlitsmenn, rannsakendur og fulltrúi fiskiráðuneytis Tanzaníu, alls 18 manns. Þátttakendur fengu kennslu í meðhöndlum og virði gæða, sem og ferskleikamati á fiski.

Námskeiðið var haldið á vegum Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP á Íslandi), í samvinnu við Matís og heimamenn.

Tansania


Fréttir


Tengiliður