• Shutterstock_128995394

Matvælaframleiðsla á tímum COVID-19 faraldursins – ný tækifæri?

15.5.2020

COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft margvísleg áhrif á framleiðslu, sölu, dreifingu og neyslu matvæla. Undir merkjum EIT Food og í samstarfi við Matís bjóðast nú styrkir í verkefni til að bregðast við áhrifum faraldursins á matvælaframleiðslu og neysluhegðun neytenda.

Verkefnin verða að skila árangri í formi markaðshæfra afurða eða þjónustu á þessu ári eða snemma á næsta ári og tengjast nýjum birgðakeðjum innan matvælageirans, breyttri neytendahegðun, auknu matvælaöryggi eða bættri næringu.

Matís er að leita að íslenskum fyrirtækjum sem gætu nýtt sér þetta tækifæri og hafa framúrskarandi hugmynd(ir) að markaðshæfum afurðum eða þjónustu til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins. Hefur þú áhuga eða ertu með hugmynd að slíkum vörum eða þjónustu?

Ef svo er hafðu þá samband við Guðmund Stefánsson (gst@matis.is) eða Sæmund Sveinsson (saemundurs@matis.is) til að fá frekari upplýsingar fyrir miðvikudaginn 20. maí.


Fréttir


Tengiliður