Matís leitar að einstaklingi til að leiða svið Matvæla- og lýðheilsu

30.10.2020

Matís ohf. leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að leiða verkefnasvið Matís á sviði matvælaöryggis og lýðheilsu. Sviðsstjóri heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn Matís.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirábyrgð á verkefnum og verkefnaöflun sviðs
  • Stefnumótun og þróun sviðs
  • Þátttaka í framkvæmdastjórn
  • Samskipti við hagaðila á sviði matvælaöryggis og lýðheilsu
  • Áætlanagerð og markmiðasetning

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Víðtæk þekking og reynsla á matvælaöryggi og áhættumati á sviði matvæla
  • Reynsla af stjórnun og stefnumótun
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku og góð hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti

Nánari upplýsingar má finna hér.


Fréttir