Matís auglýsir eftir mannauðsstjóra
Matís leitar að öflugum og fjölhæfum leiðtoga til að leiða mannauðsmál vinnustaðarins. Til að hlúa að og efla mannauðinn leitum við að einstaklingi sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur málaflokknum. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra.
Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Matís í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Yfirumsjón með stefnumótun og framkvæmd mannauðsmála
- Stuðningur og ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks í mannauðsmálum
- Þróun ferla og umbóta á sviði mannauðsmála
- Að viðhalda jafnlaunavottun
- Umsjón með masters- og háskólanemum
- Umsjón með ráðningum, móttöku nýrra starfsmanna og starfsþróun
- Upplýsingagjöf og greiningar um rekstur og mannauðsmál
- Ábyrgð á þróun starfsumhverfis m.a. aðbúnaði, öryggi og líðan
- Þátttaka í verkefna- og umbótahópum innan Matís
- Umsjón með launasetningu ásamt miðlun upplýsinga um kjaramál
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sem flestum hliðum mannauðsmála
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Umburðarlyndi og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking á launavinnslu og kjaramálum
- Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sem flestum hliðum mannauðsmála
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Umburðarlyndi og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking á launavinnslu og kjaramálum
- Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2021
Umsóknir með ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is