• Shutterstock_1680545872

Hvers virði eru skynmats- og neytendafræði?„Gagnvirk“ ráðstefna á netinu 27.-28. apríl 2021

5.3.2021

Yfirskrift ráðstefnunnar er „What is the Added Value of Sensory and Consumer Science?“. Þar verður m.a. fjallað um miðlun upplýsinga sem fást úr skynmati og neytendarannsóknum. Áherslan verður á vísindalegar niðurstöður og notagildi og miðlun þeirra til iðnaðar sem og samfélagsins

Skoðuð verða dæmi um hvernig skynmat og neytendarannsóknir hafa skipt máli í rannsóknum, í vöruþróun, í sjálfbæru samfélagi, menntun o.fl. Fagfólk og vísindafólk sem vinnur við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla og annarrar neytendavöru, fá þarna tækifæri til að hittast í netheimum og bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum. Skynmat, t.d. mat á gæðum, og neytendamál eru mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru.

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem hefur verið haldin um það bil annað hvert ár. Vegna Covid-19 var ráðstefnunni frestað í fyrra, en til stóð að hún færi fram í Gautaborg í Svíþjóð. Hinsvegar, var ákveðið að ráðist yrði í að halda Nordic Sensory Workshop rafrænt nú í ár, 27.-29. apríl 2021. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Í ár er það RISE (The Swedish Research Institute) sem sér um utanumhald með aðstoð frá norrænum samstarfsaðilum á Íslandi (Matís), Noregi (NOFIMA), Danmörku (Teknologisk Institut) og Finnlandi (VTT-Technical Research Centre of Finland).

Skráningagjald hækkar eftir 15.mars og því eru áhugasamir hvattir til að huga að skráningu sem fyrst.

Hér er einblöðungur um ráðstefnuna.


Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á skráningarsíðu viðburðarins sem nálgast má hér.

Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís (kolbrun@matis.is)


Fréttir